Minecraft og Icecraft serverinn Til að byrja með þá þarf að sækja Minecraft leikinn, það kostar ekkert að sækja leikinn og spila einn. Leikurinn er sóttur á Minecraft.net Þar þarf að gera registera aðgang á leikinn Það kostar ekkert og tekur enga stund. Þegar það er búið ættir þú að sjá nafnið á persónunni þinni uppi í hægra horninu. Þá er ekker annað að gera en að sækja leikinn. Það er gert hérna. Þá kemur þetta upp og þarna er hægt að sækja leikinn fyrir Windows, en Mac og linux er falið, ef það á að spila leikinn á þeim stýrikerfum þarf að ýta á „Show All Patforms“ og sækja þaðan fyrir þitt stýrikerfi. þegar búið er að sækja þessa skrá skal opna hana og þá kemur þessi gluggi upp. Niðri í hægra hornið skal skrifa notendanafnið og lykilorðið sem þú valdir áðan og gera login Þá kemur þessi gluggi upp. Hér velur þú hvort að þú viljir spila einn eða spila í multiplayer. Það er ekki hægt núna en við komum að því seinna. Ef þú velur Singleplayer þá kemur þetta upp, hér skal velja „Create New World“ Þá kemur þessi valmynd upp. Hér getur þú valið nafn á heiminn þinn og ákveðið hvort að hann eigi að vera „Survival, Hardcore eða Creative“. Survival: Hérna er þessi venjulegi leikur spilaður, þú berst við skrímsli, ert með líf og getur dáið en heimurinn verður alltaf eins eftir því hvernig þú byggir hann. Hardcore: Svipað og Survival nema ef þú deyrð þá eyðist heimurinn líka. Creative: Hér ertu ekki með neitt líf og getur flogið, hér ertu líka með endalaust magn af flestum hlutum í leiknum. Núna getur þú byrjað að spila og gert eitthvað skemmtilegt, en þó bara einn. Nú komum við að því hvað skal gera til að spila á serverum, en þá þarf að borga fyrir leikinn Til að keupa leikinn skal aftur fara á Minecraft.net og skrá sig inn, síðan skal velja Store. Þá kemur þetta upp. Hér skal smella á vinstri kassan. Hér skal velja hvernig á að borga leikinn, ef ykkur vantar hjálp með þetta skal tala við foreldra. Eins og gengið er í dag kostar leikurinn 3.200 Kr. Þegar búið er að borga leikinn mun „store“ líta svona út. Til Hamingju, núna ertu búinn að kaupa Minecraft og getur því spilað í Multiplayer. Núna skal aftur fara í Minecraft leikinn og skrá sig inn nema núna skaltu velja Multiplayer en ekki Singleplayer. Þá kemur þessi valmynd upp. Þarna velur þú Add server. Núna skulum við bæta Icecraft við. Þá setur þú nafnið á servernum í efri gluggan og slóðann á serverinn í þann neðri, Svona og velur svo Done Þá er Icecraft kominn í server gluggan og þú getur spilað á Icecraft. Nú getur þú annaðhvort valið Join server eða tvíklikkað á nafnið og þá kemstu inn á Icecraft. Til hamingju nú ertu búinn að spila á Icecraft og ert þá í hópi Icecraftians.
© Copyright 2025